í októberhefti sjávarútvegsblaðsins Sóknarfæri er fjallað um áhugaverðar breytingar í sjávarklasanum sem tengjast nýsköpun og hönnun. Í umfjöllun blaðsins er viðtal við Þór Sigfússon framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þar sem hann segir meðal annars: „Það er að verða hljóðlát bylting í sjávarklasanum á Íslandi og merki hennar munu koma mjög vel í ljós á næstu árum. Á síðustu tveimur áratugum hefur nýsköpun aðallega komið fram í nýrri hönnun á vinnsluaðferðum, tækjum og búnaði þar sem breyttir ferlar og íslensk tækniþróun hafa skilað gríðarlegra miklum árangri. En nú má ekki síður sjá þessar stórstígu framfarir í vöruhönnun og vöruþróun.“

Nálgast má umfjöllun Sóknarfæris hér að neðan.

 

Sóknafæri