Viltu kynna þitt fyrirtæki án endurgjalds á Lystahátíð sem halduæin verður í Húsi sjávarklasans 25. maí nk.

Íslenski sjávarklasinn og Matarauður Íslands efna til Lystahátíðar matarfrumkvöðla í Húsi sjávarklasans þann 25. maí.

Á þessum degi er stefnt að því að kl 15 verði hátíðin sett með lúðrablæstri og hvatningaarræðum. Síðan munu gestir geta gengið um Hús sjávarklasans allt þar til kvölda tekur og kynnt sér starfsemi og vörur um 25 frumkvöðla í matvæla- og heilsuefnaframleiðslu.  

Heildsölu- og smásöluaðilum, fjárfestum, fjölmiðlum og áhugafólki um nýsköpun í matvælum verður hvatt til að mæta.  Þá verður nemendum í Hótel – og matvælaskólanum sérstaklega boðið. Húsið er jafnframt opið almenningi.

Allir gangar og laus herbergi í Húsi sjávarklasans, sem er um 2500 fermetrar að stærð, eru nýtt fyrir bása og kynningar frumkvöðlanna sem kynna fyrirtæki sín og vörur. Gestir fá að smakka á ýmsu góðgæti.

Í miðrými hússins mun valnefnd sitja og fá kynningar frá einstökum matarfrumkvöðlum og í lok dagsins mun nefndin velja matarfrumkvöðla ársins 2020.

Tilgangurinn með Lystahátíð er að minna á mikilvægi nýsköpunar á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs, auka áhuga fjárfesta og markaðsaðila á samstarfi við matarfrumkvöðla og fagna þeim krafti sem býr í nýsköpun á þessu sviði hérlendis.

Hátíðin er haldin með dyggum stuðningi:
Lýsi, MS, Melabúðin, Íslatte, Ekran, Collab.

Ef þú ert með frumkvöðlafyrirtæki í matvæla- og heilsuefnaframleiðslu og vilt taka þátt í hátíðinni sendu þá póst á sarabjork@sjavarklasinn.is

 

Lystahatid_Styrktaradilar