dagur

Þann 24. september næstkomandi efnir Hús sjávarklasans til Dags þorsksins í fyrsta sinn. Markmið dagsins er að kynna íslensk fyrirtæki sem hafa þróað ýmsa tækni og vörur sem tengjast þorskinum. Íslendingar hafa verið í fararbroddi í Norður-Atlantshafi í sköpun aukinna verðmæta úr þorskafurðum. Tilgangur dagsins er að sýna það. 

Á Degi þorsksins verður Hús sjávarklasans opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. 

Skipulögð dagskrá verður vítt og dreift um Hús sjávarklasans frá kl. 14-17 og munu gesti meðal annars fá tækifæri til að smakka fjölda ólíkra matvæla og fæðubótarefni, kynnast lyfjafyrirtækjum og frumkvöðlum í ólíkum geirum, allt frá hátækniiðnaði til fatahönnunar. 

Dagur þorsksins verður einnig haldinn í Portland, Maine í Bandaríkjunum og í Nuuk, Grænlandi í samstarfi við New England Ocean Cluster, KNAPK og Sermersooq Business Council. 

Frekari upplýsingar og dagskrá koma á vefinn og verða senda út þegar nær dregur. Takið daginn frá.

Samstarfsaðilar Dags þorsksins eru Marel, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Skinney-Þinganes og Hraðfrystihúsið-Gunnvör.