Nú er dagskráin á ráðstefnuna Flutningar á Íslandi til 2030 í Hörpu komin út. Ráðstefnan stendur frá 8 – 14 mánudaginn 6. október og eins og sjá má verða þar flutt fjölmörg áhugaverð erindi. Enn eru nokkur sæti laus en skráning fer fram hér.

FLUTNINGAR Á ÍSLANDI TIL 2030

8:00  Skráning & morgunverður 8:30  Stefnumörkun ríkis og fyrirtækja

  • Stefna Íslands og aðgerðir til að efla flutninga – Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra
  • Vegakerfið og atvinnulífið – Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri
  • Ný sameiginleg stefna hafna – Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna
  • Saman náum við árangri – Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa

10:00 Kaffi

  • Samgöngustofa – Ný stofnun, áherslur og áskoranir – Halla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu
  • Samantekt: Dæmi um framúrskarandi stefnumörkun og samhæfingaraðgerðir – Haukur Már Gestsson, hagfræðingur Íslenska sjávarklasans

11:00 Tækifæri og ógnanir framtíðar

  • Flutningar í nútíð og framtíð – Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips
  • Tækifæri Íslands í flugflutningum – Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo
  • Framtíðaráskoranir í flutningum  – Kristján M. Ólafsson, verkefnastjóri KPMG

12:00 Hádegisverður

  • Öryggi á norðurhöfum: Ábyrgð og tækifæri Íslendinga – Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar
  • Shipping in the Arctic – Jens Boye, flotastjóri Royal Arctic Line
  • Samantekt – Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur

 

Miðaverð: 25.900 kr. (morgun- og hádegisverður innifalinn)

Tímasetning: Mánudagurinn 6. október

Staðsetning: Björtuloft, Hörpu