Carlo Petrini stofnandi Slow Food samtakanna heimsótti Sjávarklasann í gær. Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans gekk með Petrini um húsið og sagði honum frá starfseminni. Hann var heillaður af árangri Íslendinga í nýtingu á auðæfum hafsins og taldi aðrar þjóðir geta lært mikið af okkur.
Á níunda áratug síðasta aldar, gekk Carlo Petrini eins og svo margir aðrir um Róm og kom við á torginu við Spænsku Tröppurnar frægu – þar var Mc Donald nýbúið að opna veitingastað. Þetta vakti athygli blaðamannsins og sælkerans sem Carlo var og er, fór þetta algjörlega á skjön við menningu Ítala, þessi alþjóðlegi skyndibitastaður (fast food) var einfaldlega móðgun við landið og hefðirnar sem þar ríktu og ríkja enn. Sem andstæða við heimsvæðingu Fast Food kallaði Carlo saman hóp fólks sem var á sömu línu og hægeldaði kássu á heitum marmaranum á tröppunum. Í framhaldinu voru Slow Food samtökin stofnuð, sem í dag eru alþjóðleg samtök starfandi í 160 löndum.
Carlo Petrini hefur sjálfur margsinnis fengið viðurkenningu vegna starfa sinna, hann var einn af 100 mikilvægustu persónum heims og European Hero hjá Time Magazine 2004 og einn af þeim 50 einstaklingum sem gætu bjargað heiminum í The Guardian 2008.
Háskólar víðsvegar á jarðarkringlunni hafa einnig tekið undir mikilvægi þeirra skilaboða sem samtökin flytja, meðal annars á Íslandi. Þá var Petrini gerður að heiðursdoktor í Aberdeen university.
Einkunnarorð Slow food samtakanna er góður matur, hreinn, og sanngjarn. Maturinn okkar á að vera góður á bragðið, ómengaður og sanngjarn fyrir framleiðandann og neytandann – það eru mannréttindi en ekki forréttindi að borða heilnæman og góðan mat.