Þriðjudaginn 3.desember efndi Íslenski sjávarklasinn til útgáfuhófs í Húsi sjávarklasans vegna útgáfu ritsins “Bak við yztu sjónarrönd” að viðstöddu fjölmenni. Frú Eliza Reid tók á móti fyrsta eintakinu frá Þór Sigfússyni stofnanda Sjávarklasans.  Að lokinni formlegri afhendingu tóku þeir Þór Sigfússon og Þórlindur Kjartansson höfundar til máls ásamt því að nokkrir frumkvöðlar kynntu verkefnin sín.

 

Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er m.a. nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum,  styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hérlendis.

 

Höfundar ritsins eru eins og áður sagði þeir Þór Sigfússon og Þórlindur Kjartansson en auk þeirra gefa 26 einstaklingar álit sitt í ritinu. Mark Kurlansky höfundur bókarinnar  „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“ og Michael Selden stofnandi eins fyrsta frumkvöðlafyrirtækis í Bandaríkjunum sem hyggst framleiða ugga- og sporðlausan fisk eru meðal álitsgjafa.

 

Hugmyndin með útgáfunni er að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvitsfólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spennandi störf. Þá er tilgangur ritsins jafnframt að vekja athygli á mikilvægi þess að setja umhverfismál á oddinn en þar hafa Íslendingar ýmsa kosti til að hafa jákvæð áhrif á umheiminn.

 

Ritið má skoða hér

1C0A42681C0A42741C0A44041C0A44891C0A43461C0A44261C0A44551C0A44621C0A45091C0A45231C0A45531C0A45821C0A46311C0A45741C0A45611C0A44231C0A46061C0A46221C0A45971C0A4395