Faxaflóahafnir óska eftir tilboðum í verkið Grandagarður 16 – Skrifstofuklasi sem er komandi húsnæði íslenska sjávarklasans.

Um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Vettvangsskoðun verður fimmtudaginn 1. mars 2012 kl. 10.00.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17 101 R. (4. hæð) fyrir kl. 14:00 þann 12. mars 2011 er þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar um verkið eru að finna í auglýsingunni sem birtist í fréttablaðinu 25. febrúar síðastliðinn, bls 14 (atvinnublaðið).