Fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar verður haldið í Húsi sjávarklasans hinn 16. júní nk. í hádeginu. Partýið hefst kl 12!

Fulsur eru pulsur, sem frumkvöðlarnir í Hafinu hafa þróað, þær innihalda úrvals íslenskt fiskmeti og eru hreinlega æðislega góðar.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun gæða sér á fyrstu fulsunni.

Í fulsupartýinu munu gestir auðvitað skola fulsunni niður með fiskikollagendrykknum Collab frá Ölgerðinni og Feel Iceland.

Þá verður gestum einnig boðið að smakka einstakt fiskisnakk (fish and chips) frá Bifröstfoods og Feed the Viking (Fish Jerky).