Það gleður okkur að tilkynna að ALVAR Mist ehf. og Íslenski sjávarklasinn hefur skrifað undir samstarfssamning. Með samstarfssamningi þessum gerast þeir meðlimir Íslenska sjávarklasans en aðilar stefna að samstarfi um aðstoð við sjávarafurðafyrirtæki á heimsvísu sem hafa metnað til að auka hringrás í sjávarútvegi, en bætt tækni sótthreinsunar fyrir fiskiskip og allar gerðir fiskvinnslu getur haft jákvæð áhrif á sjálfbærni hafsins.
ALVAR hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun þess árið 2014 en gaman er að geta þess að fyrirtækið hóf starfsemi sína hér í Húsi sjávarklasans. Nú er það komið á alþjóðamarkað með lausnir sínar. Þokukerfi fyrirtækisins stuðlar að 80- 90% minnkun á notkun vatns og kemískra sótthreinsiefna við sótthreinsun og stuðlar þar með að umhverfisvænni framleiðslu.
Við horfum bjartsýnum augum til umhverfisvænni framtíðar með ALVAR Mist ehf.