Þessa stundina eru þeir Tom Gillett frá atvinnuþróunarfélagi Gloucester og Tom Daniel frá bæjaryfirvöldum Gloucester staddir hér á landi til að kynna sér Íslenska sjávarklasann og Hús sjávarklasans, en mikill áhugi er í Gloucester í Massachusetts á að setja upp klasa að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans. Víða eru teikn á lofti um aukið samstarf milli Íslands og norðanverðrar austurstrandar Bandaríkjanna, en nýverið hóf Eimskip siglingar milli Portland og Reykjavíkur auk þess sem frumkvöðlasetur Jóns Von Tetzchner (Innovation House) eru rekin bæði í Reykjavík og Gloucester.
Á myndinni er Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Port-Ice í Húsi sjávarklasans að kynna samstarf íslenskra smábátasjómanna sem Port-Ice hefur leitt.