Þrátt fyrir að verkfall sjómanna hafi staðið yfir í níu vikur þá bárust ekki fregnir af reiðum neytendum sem ekki fengu íslenskan fisk á sinn disk. Markaðsmál Íslendinga með fiskinn hafa einkennst af samtölum seljenda og kaupenda á hrávörumarkaði. Er komin tími til að taka samtalið beint við erlenda neytendur og hefja markaðssetningu á neytendamarkað?

Íslenski sjávarklasinn setur fram hugleiðingar hvort við getum notað áföll til að hugsa hlutina upp á nýtt.