Þann 1. mars síðastliðinn gekk tæknifyrirtækið Skaginn hf. frá einum stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu. Samningurinn er við fyrirtækið Varðin-Pelagic á Tvöroyri í Færeyjum um tæknibúnað í nýtt fiskiðjuver. Samningurinn við Skagann hf. er upp á um 2,3 milljarða króna en mörg önnur fyrirtæki koma einnig að vinnslu og fá í sinn hlut hátt í 800 milljónir, heildarvirði viðskiptanna nemur því um 3 milljörðum króna.
Nánari upplýsingar má lesa á vef Skessuhorns og mbl.is.