Sjávarklasinn hefur hefur ráðið tvo nýja starfsmenn með það markmið að efla innlenda og erlenda starfsemi klasans. Meðal verkefna er að sækja fram á alþjóðavettvangi með fullnýtingu sjávarafurða en áhugi á klasanum utan Íslands og verkefni hans „100% fiskur“ hefur aukist til muna undanfarin ár.
Svandís (Dísa) Friðleifsdóttir er nýsköpunar- og markaðssérfræðingur hjá Sjávarklasanum. Hún er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og í lokaritgerð sinni fjallaði hún um fullvinnslu aukaafurða í sjávarútveginum. Einnig hefur hún stofnað og rekið eigið fyrirtæki.
Júlía Helgadóttir er verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum. Hún er með MSc í verkefnastjórnun með áherslu á stafræna væðingu frá Háskóla Íslands og BA í listfræði frá sama skóla. Júlía er með reynslu af rekstri fyrirtækja, frumkvöðlavinnu og nýsköpun.