Í tilefni 10 ára afmælis Sjávarútvegsráðstefnunnar sem stendur yfir í Hörpu 7. – 8. nóvember, voru Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM veitt í fyrsta sinn. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi.
Íslenski sjávarklasinn var tilnefndur fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan ásamt vitundarvakningu á Íslandi á mikilvægi og fjölbreytileika starfsemi sem er tengt sjávarútvegi.
Voru Codland sem stofnað var í Sjávarklasanum og Niceland einnig tilnefnd og hlaut Niceland Svifölduna.
Við þökkum tilnefninguna og óskum verðlaunahöfum til hamingju ásamt öllum þeim er vinna að stöðugri nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.