Í Húsi sjávarklasans við Grandagarð 16 í Reykjavík er sýning á haftengdum verkefnum ungra frumkvöðla úr fyrirtækjasmiðju JA Iceland. Sýningin er opin frá 9-16 á virkum dögum.

Um 560 nemendur frá 13 framhaldsskólum tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju JA Iceland fyrir unga frumkvöðla í vetur. Árangurinn sýndu þau á Vörumessu í Smáralind helgina 5.-6. apríl sl. Þriðjudaginn 30.apríl nk fer svo uppskeruhátíðin fram í Arion banka þar sem 20 verkefni hafa verið valin til að hafa kynningu á verkefnum sínum. Við í Sjávarklasanum erum afskaplega stolt af þátttöku okkar í þessu starfi en við sjáum stöðuga aukningu í áhuga á haftengdum verkefnum á milli ára.

Í ár voru 21 verkefni haftengt og eru fjögur af þeim á meðal þeirra sem stíga á svið í Arion banka á þriðjudaginn og verða svo úrslit kunngjörð kl. 17:00.

Þau verkefni sem verða kynnt eru eftirfarandi ásamt upphafsstöfum þess framhaldsskóla sem þau koma frá:

A Bag Project

FG

Blakkur

BO

BLEK CLOTHING

FG

Fruss Bókaútgáfa

MH

Gen-yo

KV

HAF sjávarsprey

Hafmey

MS

iRadar

Í ANNAÐ SINN

BO

Jafnarma

BO

Meso

Yl ehf

Ró-Box

STRAX

Tilfinninga molar

BO

Ungdómur

Vei!

FG

Karma

MK

Uppsprettan

FH

BinDán

VMA