Í haust unnu nemendur á 2. ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands verkefni á Grandanum í Reykjavík í borgarfræðanámskeiðinu, Að byggja borg.
Verkefnin byggðu á rannsóknum á svæðinu og greiningu og í kjölfarið þróuðu nemendur framtíðarsýn Grandans.
Við vorum stolt að hafa sýningu í Húsi sjávarklasans á þeim áhugaverðu verkefnum.