Hinn 3. október næstkomandi efnir Sjávarklasinn í þriðja sinn til Dags þorsksins. Markmið dagsins er að vekja athygli á þætti þorsksins í efnahagssögu þjóðarinnar og um leið að sýna þann kraft sem er í íslenskum sjávarútvegi og nýsköpunarstarfi sem honum tengist.
Hús sjávarklasans verður opnað almenningi á Degi þorsksins og gefst kostur á að kynna sér framleiðendur ólíkra afurða á borð við matvæli, snyrtivörur, fæðubótarefni og tískuvörur úr þorskinum. Þá munu tæknifyririæki jafnframt sýna hvernig íslensk tækni hefur stóraukið verðmæti og nýtingu fisksins á undanförnum árum.
Þá mun veitingastaðurinn Bergsson RE sem staðsettur er í Húsi sjávarklasans og sjávarréttveitingastaðir í Granda mathöll og Hlemmi mathöll vera með þorskinn í forgrunni á matseðli sínum þennan dag.
Við hvetjum fólk einnig til að kíkja á nýja sýningu Sjóminjasafnsins “Fiskur og fólk”. Þá hvetjum við gesti okkar til að heimsækja Grandann og þá fjölbreyttu veitingastaði og verslanir sem þar er að finna.