Vel var mætt á Flutningaráðstefnu á vegum Íslenska sjávarklasans og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í Kaldalóni í Hörpu síðast liðinn fimmtudag.

Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem saman koma aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.

Á ráðstefnunni var m.a. rætt um hvernig Ísland getur eflt sig sem tengipunkt fyrir alþjóðaflutninga og um leið stuðlað að auknu efnahagssamstarfi þjóða við Norður Atlantshaf.

 

[Best_Wordpress_Gallery id=“17″ gal_title=“Flutningalandið Ísland 2017″]