Sýningin Matur og nýsköpun var haldin í annað skipti þann 17. október sl í Húsi sjávarklasans. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við Landbúnaðarklasann stóð að sýningunni sem vakti mikla lukku meðal klasabúa, frumkvöðla og gesta. Á sýningunni í ár tóku rúmlega 20 frumkvöðlafyrirtæki þátt, en tilgangur Matur og nýsköpun er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í mat hér á landi.
Á Matur og nýsköpun í ár var m.a. hægt að finna ljótar kartöfluflögur, niðursoðinn lax, kollagen fæðubótaefni, wasabi, sælkerasinnep, ostasnakk og hinn forna drykk mjöður.
Alls mættu yfir 200 gestir á sýninguna sem gengu á milli bása til að smakka þessar spennandi vörur og til þess að kynnast því starfi sem matarfrumkvöðlar á Íslandi eru að vinna í dag.
Góð stemmning myndaðist á sýningunni eins og sjá má í þessu myndbandi:
Þáttakendur í ár voru:
Öldur
Íslenski sjávarklasinn vill þakka frumkvöðlum og gestum innlega fyrir þátttökuna og komuna.
[Best_Wordpress_Gallery id=“7″ gal_title=“All Galleries“]
Myndir og myndband tók Bryndís Hrönn Kristinsdóttir.