Ráðstefna Íslenska sjávarklasans, Flutningalandið Ísland, var haldin öðru sinni í Hörpu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn. Fjölmenni var á ráðstefnunni og voru gestir sammála að um ánægjulegt væri að fjalla svo ítarlega um flutninga og málefni þeirra í samhengi við íslenskt atvinnulíf. Þrettán verulega áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni frá forsvarsmönnum fyrirtækja frá Íslandi, Grænlandi, Bandaríkjunum og Hollandi eins og sjá má á dagskrá ráðstefnunnar hér að ofan.
Við þökkum fyrirlesurum, gestum og samstarfsaðilum ráðstefnunnar kærlega fyrir og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári. Myndir frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan og á fésbókarsíðu Íslenska sjávarklasans. Þá má sækja glærur frá erindum hér að neðan á PDF formi.
Einnig bendum við á umfjöllun Vísis, Viðskiptablaðsins, Morgunblaðsins og Sjávarafls um ráðstefnuna.
- Tækifæri sjávarútvegs með öflugu flutninganeti
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims - Þorskur á þurru landi: Hvert fer fiskurinn?
Bjarki Vigfússon, hagfræðingur Íslenska sjávarklasans - Alþjóðleg dreifing frá Akureyri
Unnar Jónsson, flutningastjóri Samherja - Aerotropolis: Leveraging Air Logistics For Competitive Advantage
John D. Kasarda (nánar hér) - Insights Into Long Term Planning
Sofie Tolk, forstöðumaður matvælaflutninga hjá Rotterdamhöfn - Ný höfn í Nuuk: Nýir möguleikar
Haukur Óskarsson, varaformaður stjórnar Nuukhafnar - Rýnum til framtíðar í gegnum kýrauga
Sara Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Eimskip - Flugvöllur er ekki bara fyrir farþega
Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo - Einkaframkvæmdir í samgöngum
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA - Matvælaframleiðsla framtíðar: er flutningakerfið tilbúið?
Garðar Stefánsson, stofnandi Norðursalts - Hentar flutningakerfið frá Íslandi smáiðnaði?
Kristján Ólafsson, KPMG - Rethinking Iceland-USA Logistics
Patrick Arnold, forstjóri Soli DG