Út er komið ritið Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013. Fjórða árið í röð lýsum við umfangi sjávarklasans í hagkerfinu, breytingum í sjávarútvegi og hliðargreinum hans og spáum í sóknarfæri framtíðar.
Á meðal þess sem kemur fram er:
- Sjávarklasinn skapar allt að 30% landsframleiðslunnar
- 12% vöxtur í tæknigeira sjávarklasans og stækkandi pantanabækur
- Stórar fjárfestingar í sjávarútvegi og fiskvinnslu
- Áframhaldandi samþjöppun á öllum sviðum
- Stóraukinn útflutningur ferskra afurða
- Lækkandi verð bolfiskafurða
- 6,5 milljarða króna tekjur af fiskeldi
- 19 milljarða króna tekjur af flutningum með sjávarafurðir
- Vaxtarkippur í útflutningi niðursuðuvara
- Breyttar áherslur sölufyrirtækja
- Mikil gerjun í sjávarlíftækni
Hægt er að nálgast skýrsluna undir útgáfa.