Sóknarfundur með sjávarútvegsráðherra um hvernig við getum tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land!
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í félagi við Íslenska sjávarklasann boða til morgunfundar fimmtudaginn 7. nóvember um hin ótal mörgu tækifæri sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir. Fundurinn verður haldinn í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 – hefst klukkan 8:30 og lýkur tveimur tímum síðar.
Markmiðið með fundinum er að bregða birtu á þau sóknarfæri sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir – og mikilvægi þess að hann búi yfir styrk og framsýni til að láta tækifærin verða að ábatasömum veruleika.
Þessi morgunstund getur sannarlega gefið gull í mund!
Staður: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16
Stund: Fimmtudaginn 7. nóv. kl. 8:30 – 10:30