Faghópur Stjórnvísis um nýsköpun og sköpunargleði heimsótti Hús Sjávarklasans í morgunsárið og fengu þar að kynnast þeirri starfsemi sem fer fram í húsinu ásamt þeim fyrirtækjum sem hafa þar aðsetur.
Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans tók vel á móti hópnum og sagði þeim meðal annars frá þeim tækifærum sem liggja í fullnýtingu sjávarafurða. Að lokum fékk hópurinn tækifæri á að ræða málin og leysa skemmtilega þraut um fyrirtækin í húsinu.
Við þökkum hópnum kærlega fyrir komuna.