Í morgun var mikil kátína meðal fyrirtækja í Húsi Sjávarklasans en tilefnið var föstudagskaffi til heiðurs Norður & Co sem voru að hefja saltvinnslu á Reykhólum. Þriðjudaginn 17. september síðastliðinn héldu frumkvöðlarnir Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde opnunarhóf á Reykhólum þar sem íbúum Reykhólahrepps og öðrum aðstandendum var boðið að fagna þessum tímamótum með þeim. Þar var meðal annars boðið til matar og fyrsta framleiðsluvaran Norður Salt, flögusalt fyrir matgæðinga, kynnt. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson opnaði vinnsluna formlega en einnig var sendiherra Danmerkur, Mette Kjuel Nielsen, á staðnum.
Norður og Co hafa aðsetur í Frumkvöðlasetri Húss Sjávarklasans og erum við afar stolt af þeim áfanga sem þeir félagar hafa náð. Nánari upplýsingar um Frumkvöðlasetrið í Húsi Sjávarklasans eru að finna hér.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í kaffinu í morgun en myndir frá opnunarhófinu má nálgast á Facebook síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Today we celebrated with one of the entrepreneurs of the Incubation Center at the Ocean Cluster House. Nordur & Co recently started their salt production in Reykhólar and invited inhabitants of Reykholahreppur, friends, family and other business to attend their formal launch on September 17th. The President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson opened the ceremony and the ambassador of Denmark, Mette Kjuel Nielsen, also attended.
We at the Iceland Ocean Cluster are very proud to have them with us and would like to congratulate them on their success. For further information about the Incubation Center, click here.
The following pictures were taken this morning during our weekly Friday coffee, for those interested in photos from the Grand Opening in Reykólar can visit the Facebook page of Innovation Center Iceland.