Íslenski sjávarklasinn er samstarfsaðili Ungra frumkvöðla á Íslandi, félagssamtaka sem tilheyra alþjóðlegu samtökunum Junior Achievement (JA). Markmið JA er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í skólum. Í Fyrirtækjasmiðjum Ungra frumkvöðla, sem starfræktar eru í 14 framhaldsskólum á Íslandi, stofna nemendur og reka sín eigin fyrirtæki og efla þar með skilning sinn á fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda. JA – fyrirtækjasmiðjan hefur hlotið viðurkenningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “Best Practice in Entrepreneurship Education”.Á uppskeruhátíð sem haldin er í apríl ár hvert velur dómnefnd sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla.

Mánudaginn 28. nóvember komu til okkar ungir frumkvöðlar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem kynntu sér þá frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun sem á sér stað í sjávarútveginum á Íslandi. Það verður spennandi að fylgjast með frumkvöðlum framtíðarinnar