Íslenski sjávarklasinn hefur nýlokið við gerð skýrslu fyrir þau ríki sem eiga land að Stóru vötnunum (Great Lakes) í Bandaríkjunum um hvernig nýta megi betur vatnakarfa í vötnunum en karfinn ógnar nú lífkerfi vatnanna. Skilaboðin eru skýr: með því að nota íslenska tækni og þekkingu má skapa meiri verðmæti og stuðla þannig að auknum veiðum.
Berta Danielsdóttir hafði forystu um þetta verkefni hjá klasanum en Vilhjálmur Jens Árnason mun nú fylgja því eftir næstu misserin fyrir hönd klasans.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér