Við hvetjum alla til að heimsækja Vörumessu ungra frumkvöðla í Smáralind laugardaginn 1. apríl nk. Þar sýna nemendur afrakstur nýsköpunarverkefna sinna sem unnin hafa verið í tengslum við JA frumkvöðlaverkefnið.

JA ungir frumkvöðlar er alþjóðlegt verkefni sem hefur að markmiði að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra í nýsköpun.

Íslenski sjávarklasinn bauð á annað hundrað nemum, sem tóku þátt í verkefninu, í heimsókn í klasann og kynna sér tækifæri til nýsköpunar í tengslum við hafið. Árangurinn af því varð ótvíræður; 12 nýsköpunarverkefni nemanna tengjast hafinu en þau voru að meðaltali 2-3 á síðustu árum.

Verkefni. Sem lúta að hafinu, eru meðal annars endurnýting á fiskinetum og brettum, nýjungar í fiskileðri, þörungar, salt, þorskhausar. fiskikollagen, fiskverslun ofl.

Við erum afar ánægð með þennan áhuga ungs fólks og hvetjum alla til að heimsækja þennan glæsilega hóp og kynna sér framtíð nýsköpunar á Íslandi.

Á myndunum má sjá nokkra af þeim hópum sem heimsóttu klasann.

 IMG_8517IMG_8460 IMG_8432 IMG_8430