Þrívíddarlausnir til hagnýtingar í módelgerð
Þrívíddartækni hefur fleytt fram á síðastliðnum árum, sem fyrirtæki víða um heim vilja hagnýta. Til að mynda nýtist þessi tækni til að búa til módel af verksmiðjum og skipum. Það hefur hingað til verið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að útbúa þessi þrívíddarlíkön af skipum og verksmiðjum, og því ekki kominn mikil reynsla í hagnýtingu þeirra. Þvívíddarlíkön geta sparað sérfræðingum ferðina í skip og verksmiðjur til að taka mælingar og jafnvel gert fólki kleift að mæla stærðir sem var ekki mögulegt áður.
Verbúðin leitar að áhugasömu fólki eða fyrirtækjum með reynslu í þrívíddartækni til að þróa nýjar lausnir til hagnýtingar fyrir bláa hagkerfið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is.