Samkeyrsla og hagnýting opinberra gagna
Samkeyrsla opinberra gagna við gögn frá sjávarútvegsfyrirtækjum er í mörgum tilfellum enn nokkuð frumstæð og unnin handvirkt í stað þess að nýta tæknilausnir sem fyrir liggja. Gott dæmi um slíkt er skráning svokallaðs VS-afla, sem er afli sem landaður er utan aflamarks þess skips sem veiðir aflann og rennur andvirði aflans í Verkefnasjóð sjávarútvegs. Sá fiskmarkaður sem býður aflann upp sér um að skila andvirði aflans í ríkissjóðs að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Gögnum um landaðan afla er skilað til Fiskistofu sem yfirfer þau handvirkt og oftar en ekki nokkrum mánuðum síðar, sem skapar óþarfa flækjustig.
Verbúð Íslenska sjávarklasans og Reiknistofa fiskmarkaða leita að lausn við þessari áskorun og ósk eftir að komast í samband við einstakling eða fyrirtæki sem geta leyst samkeyrslu gagna úr opinbera geiranum við gögn sjávarútvegsfyrirtækja.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is