IOC Investor Day

Við erum spennt að tilkynna að Fjárfestadagur Sjávarklasans fer fram þann 11. október næstkomandi. Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki til að tengjast fjárfestum og kynna sínar hugmyndir og framtíðarsýn.

Dagskráin mun ganga út á stutta, markvissa fundi þar sem hvert fyrirtæki fær 25 mínútur með hverjum fjárfesti. Þetta gefur fyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína, deila framtíðarplönum og svara spurningum fjárfesta. Að deginum loknum munum við halda stuttan tengslaviðburð þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að tengjast en frekar.

Af gefinni reynslu stuðlar þessi uppsetning að dýpri og árangursríkari samskiptum milli fyrirtækja og fjárfesta, sem getur leitt til verðmætra samstarfa og fjárfestinga. Markmið okkar er að skapa vettvang fyrir sprotafyrirtæki til þess að tengjast framsæknum fjárfestum bæði hérlendis, sem og erlendis.

Viðburðurinn er hluti af áframhaldandi samstarfsverkefni Sjávarklasans, Umhverfisráðuneytisins og Hringrásarklasans, sem miðar að því að styðja frumkvöðla með áherslu á grænar og sjálfbærar lausnir. Síðastliðinn febrúar hélt Sjávarklasinn sambærilegan viðburð þar sem yfir þrjátíu frumkvöðlar og rúmlega tuttugu fjárfestar komu saman. Verkefnið hefur þegar leitt til nokkurra fjárfestinga, og enn eru í gangi viðræður milli erlendra fjárfestingasjóða og innlendra frumkvöðlafyrirtækja.

Ef þú ert með sprotafyrirtæki sem stuðlar að sjálfbærri framtíð, ekki missa af þessu tækifæri og skráðu þig hér eða sendu okkur email á netfangið: kristinn@sjavarklasinn.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 

 

Samstarfsaðilar