Fjárfestingadagur Íslenska sjávarklasans
Eitt stærsta markmið klasa víða um heim er að tengja fólk og að auka þar með hugmyndasköpun og leiða til nýrra framandi hugmynda. Næsta skref sem er álíka mikilvægt og hugmyndin sjálf er söfnun fjármagns. Á undanförnum árum hefur aukning orðið í þeirri hugmyndarfræði að ekki sé nóg að hugmynd sé einungins arðbær heldur þurfi hún einnig að leiða gott af sér.
Þrátt fyrir að á Íslandi sé mjög gott nýsköpunarumhverfi þá er alltaf hægt að gera betur. Vegna þess ákvað Íslenski sjávarklasinn í samstarfi með Umhverfis- Orku- og Loftslagsráðuneytið að halda fjárfestadag til að tengja saman spennandi fyrirtæki í græna og bláa hagkerfinu með fjárfestum.
Á fjárfestadeginum voru rúmlega 20 innlendir og erlendir fjárfestar og fjárfestingarsjóðir paraðir saman við á þriðja tug framsækinna fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að þróa lausnir eða vörur sem bæta umhverfið, stuðla að sjálfbærni eða auka nýtingu. Viðburðurinn var hugsaður sem vettvangur fyrir samtal, sem gæti opnað á frekari skuldbindingar í kjölfar dýpri og innilegri þreifinga á báða bóga. Yfir hundrað 20 mín stefnumót milli fjárfesta og frumkvöðla fóru fram víðsvegar um hús Sjávarklasans þar sem frumkvöðlar kynntu hugmyndir sínar og áætlanir fyrir fjárfestum. Fyrsti fjárfestadagur Sjávarklasans var haldinn fyrir rúmum áratug, en þar tóku fyrirtæki á borð við Kerecis, Controlant, Genís og fleiri þátt. Í dag eru þessi fyrirtæki metinn á um 300 milljarða króna þannig að við höfum ríka ástæðu til að áætla að þessi dagur geti af sér mikið framtíðar virði.
Við hlökkum til að halda áfram að vera vettvangur fyrir tengingar og samstarf í bláa og græna hagkerfinu og erum þakkláta öllum sem tóku þátt.