Íslenski Sjávarklasinn ehf. er fyrirtæki og viðskiptahraðall sem á víðtækt samstarf við fjölda nýsköpunarfyrirtækja í bláa hagkerfinu; útvegar þeim aðstöðu, styrkir tengslanet þeirra og fjárfestir í sprotunum. Markmið Sjávarklasans er að efla alla starfsemi tengda haf- og vatnasviði landsins og nýta innlenda tækniþekkingu til að efla verðmætasköpun og styrkja samkeppnishæfni okkar.
Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Hér eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.
Hús sjávarklasans er á efri hæð gamals hús sem stendur við Grandagarð 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor þeirra um 2.700 fermetrar. Íslenski sjávarklasinn rekur Hús sjávarklasans í samstarfi við Faxaflóahafnir, en húsið var áður kallað Bakkaskemman og á sér ríka sögu.











