Íslenski Sjávarklasinn ehf. er fyrirtæki og viðskiptahraðall sem á víðtækt samstarf við fjölda nýsköpunarfyrirtækja í bláa hagkerfinu; útvegar þeim aðstöðu, styrkir tengslanet þeirra og fjárfestir í sprotunum. Markmið Sjávarklasans er að efla alla starfsemi tengda haf- og vatnasviði landsins og nýta innlenda tækniþekkingu til að efla verðmætasköpun og styrkja samkeppnishæfni okkar.
Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Hér eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.
Hús sjávarklasans er á efri hæð gamals hús sem stendur við Grandagarð 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor þeirra um 2.700 fermetrar. Íslenski sjávarklasinn rekur Hús sjávarklasans í samstarfi við Faxaflóahafnir, en húsið var áður kallað Bakkaskemman og á sér ríka sögu.

Þór Sigfússon

Stofnandi og stjórnarformaður

Dr. Alexandra Leeper

Framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans

Júlía Helgadóttir

Fjármálastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra

Kristinn Þór Sigurðsson

Verkefnastjóri

Clara Jégousse

Rannsókna Verkefnastjóri

Oddur Ísar Þórsson

Verkefnastjóri

Vilhjálmur Jens Árnason

Sérstakur ráðgjafi

Judith Schuijs

Rannsakandi

Árni Mathiesen

Sérstakur ráðgjafi

Melanie Siggs

Sérstakur ráðgjafi

Benedek Regoczi

Starfsnemi

Samstarfsaðilar