Eftirtalin tækni- og iðnfyrirtæki, sem þjóna sjávarútvegi, vara eindregið við alvarlegum afleiðingum þeirra sjávarútvegsfrumvarpa sem lögð hafa verið fram og greint hefur verið frá m.a. í nýrri greinargerð sem atvinnuveganefnd Alþingis lét vinna og kynnt var nýverið.

Við hvetjum stjórnvöld til þess að hafa í huga hversu víðtæk áhrif fyrirhugaðar breytingar hafa á tækni- og iðnaðarstarfsemi sem tengist sjávarútveginum. Við hörmum að reynt sé að gefa í skyn að áhrif frumvarpsins lúti einungis að fámennum hópi útgerða. Nýleg athugun sjávarklasans leiðir í ljós að rösklega 26% af landsframleiðslunni skýrist með vísan til sjávarútvegs og tengdra greina. Starfsemi flestra tækni- og iðnfyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi hefur þegar orðið fyrir skakkaföllum af þeirri óvissu sem undirbúningur og framkvæmd þessa máls hefur leitt af sér.

ThorIce, Traust Þekking, Frost, Hampiðjan, Samhentir, Skaginn, Samey, Vélfag, Prómens Dalvík, Sjóvélar, Pólar toghlerar, Héðinn, Kæling, Dis, Marport, Egill, Martak, Prómens Tempra, Borgarplast , 3X

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X í síma 8970794 og Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri ThorIce í síma 8200038.