Íslenski sjávarklasinn hefur nú ráðið átta unga námsmenn í sumar til að sinna hinum ýmsu verkefnum á vegum klasans en alls bárust 87 umsóknir. Við viljum bjóða hópinn velkominn til starfa og jafnframt kynna fyrir ykkur teymið sem mun starfa með okkur í sumar. Þau eru:

Arnar Jónsson, Brynja Björg Halldórsdóttir, Einar Smárason, Haukur Már Gestsson, Heiðdís Skarphéðinsdóttir, Jón Guðjónsson, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Sigurður Logi Snæland. Öll hafa þau misjafnan og fjölbreyttan bakgrunn, þar á meðal hagfræði, lögfræði, sjávarútvegsfræði, verkfræði og viðskiptafræði en þau koma úr  Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

Arnar og Sigfús vinna að stofnun fullvinnsluverksmiðjunnar Codland. Að baki verksmiðjunnar stendur klasi fyrirtækja í fullvinnslu á þorski ásamt öðrum sjávarafurðum og verður verðmætaaukning, þekking og þróun höfð að leiðarljósi.

Jón og Haukur vinna að gerð skýrslu sem ber vinnuheitið X thousand tons into the dustbin/sea in the North-Atlantic. Markmið skýrslunnar er að festa hendur á það magn þorsks sem fer til spillis árlega í Norður-Atlantshafi. Í því samhengi verður nýting aukaafurða kortlögð, þ.e. það magn sem fer í framleiðslu og það magn sem fer í urðun.

Sigurður og Brynja eru í hafna- og skipaflutningadeild klasans. Þeirra helstu verkefni verða kortlagning á skipakomum til landsins og efling samstarfs flutningsfyrirtækja til aukninnar innlendrar framleiðslu. Þau vinna einnig að samþættri markaðssetningu íslenskra tænifyrirtækja sem ber heitið Græna fiskiskipið. 

Einar og Heiðdís eru að vinna í því að efla menntun, áhuga og skilning á haftengdri starfsemi. Farið verður í menntaátak á vegum sjávarklasans sem felur í sér að markaðssetja námsframboð og kynna þá fjölmörgu möguleika sem eru í boði fyrir haftengda starfsemi. Markvisst verður unnið að eflingu meðvitundar og áhuga á sjávarútvegi hjá nemendum í 10. bekk í grunnskólum, framhaldsskólanemum og háskólanemum.

 

Efri frá vinstri: Bjarni, Haukur og Sigurður. / Neðri frá vinstri: Friðrik, Jón, Heiðdís, Brynja, Sindri og Einar. Á myndina vantar Arnar og Sigfús

The Iceland Ocean Cluster has hired eight young undergraduate students this summer to work on several projects related to the cluster. The cluster received 87 applications and had many good candidates to choose from. We would like to welcome them aboard and introduce the team that will be working with us this summer, they are:

Sigfús Ólafur Guðmundsson, Arnar Jónsson, Jón Guðjónsson, Einar Smárason, Brynja Björg Halldórsdóttir, Sigurður Logi Snæland, Haukur Már Gestsson og Heiðdís Skarphéðinsdóttir. They all have different and versatile backgrounds, such as Fisheries science, Business Administration, Law, Economics and Industrial Engineering. They come from three of the four main universities, University of Iceland, Reykjavik University and University of Akureyri.

In the following picture you can see a part of the group which was hard at work at the office this morning.