Við bjóðum velkomna sumarstarfsmenn Íslenska sjávarklasans, þau Heiðdísi Skarphéðinsdóttur, Milju Korpela, Svanlaugu Ingólfsdóttur og Svein B. Magnússon. Þetta er annað sumar Sveins sem er í meistaranámi í iðnaðarverkfræði við Chalmers og þriðja sumar Heiðdísar sem er í sjávarútvegsfræði í HA, en Milja, sem er hönnuður frá Lahti Institute of Design og Svanlaug sem er í hugbúnaðarverkfræði við KTH bætast nýjar í hópinn.

Þau munu vinna að fjölbreyttum verkefnum í sumar, en þar má nefna fræðslu-app um sjávarútveg, umbúðahönnun fyrir sjávarafurðir og viðskiptaáætlanir fyrir nýjar hugmyndir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn ásamt Bjarka Vigfússyni, Evu Rún Michelsen og Hauki Gestssyni.

Starfsfólk sjávarklasans