Klasasamstarf
Við starfrækjum klasasamstarf rúmlega 60 hafsækinna fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Í gegnum samstarfið öðlast fyrirtæki vettvang til að að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki, efla tengsl við frumkvöðla og taka þátt í öflugum samstarfsverkefnum og nýjum fyrirtækjum.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Íslenska sjávarklasanum.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Íslenska sjávarklasanum.
Samstarfsaðilar
Eftirfarandi fyrirtæki eru helstu samstarfsaðilar Íslenska sjávarklasan og bakhjarlar hans.
MEÐLIMIR
Fyrirtækin í Húsi sjávarklasans eru um 70, allt frá nýstofnuðum sprotum sem eru að stíga sín fyrstu skref yfir í útibú rótgróinna félaga. Hér eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaðargerð, hönnun, líftækni, snyrtivörum, ráðgjöf, rannsóknum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau til að skapa saman ný verðmæti. Eftirfarandi fyrirtæki hafa aðstöðu í húsinu.