Fyrir helgi færðu Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Faxaflóahafnir Sjóminjasafninu Víkin eina milljón króna.
Sjóminjasafnið Víkin hefur haft starfsemi síðastliðin sjö ár og ávallt verið á stefnuskránni að bjóða skólabörnum í heimsókn til að kynna þeim íslenskan sjávarútveg. Það hefur hinsvegar reynst þeim erfitt vegna fjárskorts en töluverð fjölgun hefur verið á heimsóknum barna í safnið. Styrkurinn mun gera safninu kleift að halda áfram að uppfræða æskufólk landsins um sjómennsku og fiskvinnslu, sem er einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Fréttina má lesa inn á heimasíðu safnsins og mbl.is.
(myndin er fengin af vef sjóminjasafnsins).