Dagana 24. – 25. maí verður haldinn hér á landi fundur um aukið samstarf í haftengdum atvinnugreinum við Norður Atlantshaf.  Íslenski sjávarklasinn átti frumkvæði að þessu samstarfi sem nær til allra nyrstu landa við NorðurAtlantshaf.  Fundinn sækja m.a. fulltrúar sjávarklasa frá Færeyjum, Kanada, Danmörku, Noregi og Grænlandi. Verkefnið er stutt af NORA, Norræna tækniþróunarsjóðnum og stofnaðilum Íslenska sjávarklasans.

Á fundinum verða kynnt drög að nýrri skýrslu Íslenska sjávarklasans um haftengda klasastarfsemi á Norður-Atlantshafi. Í skýrslunni kemur fram að þjóðirnar skara flestar framúr á einhverjum sviðum í haftengdri starfsemi en þó á mjög ólíkum sviðum. Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans segir að mikil tækifæri geti falist í auknu samstarfi.  „Norður Atlantshaf er eitt gjöfulasta hafsvæði heims og þær þjóðir sem hingað koma eru á ýmsum sviðum leiðandi á heimsvísu eins og í tækni og sjálfbærni,“ segir Þór.  „Það eru veruleg tækifæri í samstarfinu.  Við getum m.a. lært af hinum þjóðunum hvernig þær hafa náð að verða leiðandi  í hafsbotnsrannsóknum, fiskeldi, tækniþjónustu við olíu- og gasiðnaðinn og margt fleira. Við getum síðan vonandi frætt þær m.a.um tækni fyrir sjávarútveg og fullvinnslu afla en þar eru íslensk fyrirtæki á margan hátt leiðandi.“

Markmið fundarins er að ákveða samstarfsverkefni sem löndin munu sameinast um að vinna áfram til að efla verðmætasköpun í haftengdri starfsemi tengdri löndunum við Norður Atlantshaf.

Eftirtaldir munu sitja fundinn:

 

Noregur:
Olav Bardalen, Innovation Norway
Per Erik Dalen, Kunnskapsparken Alesund
Robert Wolff, SINTEF

Grænland:
Tønnes „Kaka“ Berthelsen, Knapk

Kanada:
Leslie O`Reilly, Ocean‘s Advance

Færeyjar:
Niels Winther, Vinnuhúsið

Danmörk:
Steen Sabinsky, Maritime Denmark
Helle Wolter, Maritime Denmark

Ísland:
Thor Sigfusson, Íslenski sjávarklasinn
Vilhjalmur Jens Arnason, Íslenski sjávarklasinn
Elvar Knútur Valsson, Iðnaðarráðuneytið

 May 24-25the Iceland Ocean Cluster will host a meeting of leaders from marine clusters in the North Atlantic. This meeting is a part of the project “North Atlantic Ocean Clusters” which was initiated by the Iceland Ocean Cluster and supported by Nordic Innovation, NORA and members of the Iceland Ocean Cluster.

Representatives from  marine clusters in Canada, Denmark, Faroe Islands, Greenland, Iceland and Norway will participate.  The main mission of the project is to observe possibilities for increased cooperation and benchmarking of best practices among the clusters.

 

The following will participate in the seminar:

 

Per Erik Dalen, Managing Director, AAKP, Norway

Olav Bardalen, Programme Manager NCE & Arena, Innovation Norway, Norway

Helle Wolter, Chief Coordinator, Maritime Development Center of Europe

Steen Sabinsky, Director, Maritime Development Center of Europe

Tønnes “Kaka” Berthelsen, Deputy Manager, Knapk, Greenland

Robert Wolff, Adviser, Civ., Eng. SINTEF, Norway

Leslie O’Reilly, Managing Director, Oceans Advance, Canada

Finnur Oddsson, Managing Director, Iceland Chamber of Commerce, Iceland

Niels Winther, Advisor, Vinnuhúsið, Faroe Islands

Thor Sigfússon, Managing Director, Iceland Ocean Cluster, Iceland

Vilhjálmur Jens Árnason, Project Managaer, Iceland Ocean Cluster, Iceland.

Elvar Knútur Valsson, Special Adviser, Ministry of Industri Energy and Tourism.

 

„We strongly believe there are great opportunities in further cooperation among the marine clusters in the North Atlantic,“ says Thor Sigfusson, founder and Managing Director of the Iceland Ocean Cluster.  „We see different strengths in marine knowledge in  different countries which combined could strengthen the whole region.“