Verbúð Sjávarklasans er hugsuð sem langtíma stuðningur við öfluga frumkvöðla og árangursdrifin vinna með rótgrónum fyrirtækjum í bláa hagkerfinu. Verkefnið hefst á því að fyrirtæki í samstarfsneti Sjávarklasans leggja fram skilgreindar áskoranir sem þau standa frammi fyrir. Klasinn leitar eftir einstaklingum eða teymum sem hafa þróað eða hafa þekkingu til þess að þróa lausnir sem geta leyst þessar áskoranir í sínu tengslaneti og innan háskóla og rannsóknarsamfélagsins. Lausnirnar verða svo metnar í samstarfi við fyrirtækin og álitlegustu teymin, einstaklingar eða lausnirnar komast áfram í Vinnustofur sem verða haldnar í maí í samstarfi við Háskóla, Nýsköpunar og Iðnaðarráðuneytið. Þau halda svo áfram í Verbúðina þar sem þau njóta langtímastuðnings frá mentorum verkefnisins og starfsfólki Sjávarklasans og aðstöðu í klasanum.

 

Með þessu viljum við búa til vettvang þar sem unnið er með markvissum hætti að því að sannreyna og prófa lausnir frumkvöðla í raunheiminum og stuðla að því að lausnir sem verið er að þróa í nýsköpunarumhverfinu þjóni atvinnulífinu. Að auki verða til mikilvægar tengingar og samtal sem ætlað er að ýti undir aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu.

ÁSKORANIR

Samstarfsaðillar verkefnisins; Héðinn, Marel og Reiknistofa fiskmarkaðanna hafa mótað fyrstu áskoranirnar sem þau leggja ýmist fram saman eða sitt í hvoru lagi.

Ef þú eða fyrirtækið þitt hefur áhuga á að taka þátt hafðu þá samband við Verbud@sjavarklasinn.is

Endilega kynntu þér áskoranirnar hér að neðan!

Samstarfsaðilar