Í janúar ár hvert stendur Íslenski sjávarklasinn fyrir svokölluðum Verkstjórafundi sem er nokkurs konar ráðstefna og stefnumót fyrir verkstjóra í sjávarútvegsfyrirtækjum. Tilgangur Verkstjórafundanna er að efla tengsl verkstjóra í fiskvinnslu hér á landi, ræða breytingar í greininni og skiptast á hugmyndum um bætta vinnslu og vinnsluaðferðir, vinnubrögð í mannauðsmálum, öryggismál og fleira.