Til sjávar og sveita er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans sem hafa um árabil leitt saman frumkvöðla, fjárfesta og leiðandi sérfræðinga með verðmætasköpun og samfélagslegan ávinning að leiðarljósi.
Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita er ætlaður til þess að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til að vara er komin á markað. Á hverju ári eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.
Bakhjarlar verkefnisins 2021 eru Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Nánari upplýsingar má finna á www.tilsjavarogsveita.is