Hlemmur er fyrsta mathöllin á Íslandi, stofnuð 2017. Á Hlemmi getur fólk nálgast ýmiskonar matvöru, sælkeravöru og veitingar til að njóta á staðnum eða til að taka með heim til að elda. Við leggjum upp úr fjölbreytni, metnaði og sérstöðu verslana og veitingastaða. Á Hlemmi er lifandi markaðsstemning þar sem gestir versla við kaup- og veitingamenn sem búa yfir mikilli ástríðu og sérþekkingu á mat. Hlemmur höfðar sérstaklega til sælkera og þeirra sem áhuga hafa á mat, matargerð og nýjungum á þessu sviði.