Flutningafyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans standa að ráðstefnunni Flutningalandið Ísland sem haldin hefur verið í Hörpu ár hvert undanfarin ár. Þar koma saman flutningafyrirtæki, hafnir og aðrir úr atvinnulífinu til að ræða tækifæri og áskoranir í flutningum hér á landi. Fyrirlesarar hafa m.a. komið frá Rotterdamhöfn, Royal Arctic Line, MIT og Kenan-Flagler Business School.