Menntavitinn er verkefni sem miðar að því að auka áhuga og þekkingu fólks á haftengdri starfsemi. Eins og staðan er í dag þá hefur fólk almennt ekki mikinn áhuga á sjávarútvegi og þykir það ekki spennandi vettvangur til að starfa á.

 

En vandamálið er að flestir hafa litla sem enga þekkingu á því hvað felst í haftengdri starfsemi og hugsa mjög þröngsýnt um þessa grein, þegar í rauninni tækifærin sem felast í hafinu eru gífurleg. Eins og staðan er í dag þá er búið að rannsaka minna en 5% af hafinu í heiminum en þó þekur hafið yfir 70% af flatarmáli jarðar.

 

Íslendingar eru og hafa verið meðal fremstu þjóða í haftengdri starfsemi en við getum gert miklu betur. Þekking er undirstaða þess að vera leiðandi afl á þessu sviði, þess vegna ættum við að leggja mikla áherslu á að rækta þessa þekkingu og ýta undir frekari þróun í greininni.

 

Menntavitinn stefnir að því að koma á meira samstarfi milli skóla og fyrirtækja á þessu sviði, sem og að kynna fólki fyrir þeirri tækni og vinnu sem er að eiga sér stað nú þegar og að lokum að opna augun hjá fólki fyrir þeim spennandi möguleikum sem í boði eru í haftengdri starfsemi.

 

Ef það er einhver staður í heiminum sem felur í sér mikla möguleika og tækifæri þá er það í hafinu.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Eva Rún Michelsen [mailto]eva@sjavarklasinn.is[/mailto]Menntavitinn is a project that aims to increase awareness and knowledge on ocean-related activities. As things stand today, people have generally little interest in the fishing industry and it seems that many people find it an unexciting field to work in.

 

But the problem is that most people have little or no knowledge of what is involved in ocean-related activities, when in fact the opportunities inherent in the sea are tremendous. As things stand today, less than 5% of the ocean in the world has been explored but the ocean covers over 70% of the planet’s surface.

 

Icelanders are and have been among the leading nations in ocean-related activities but we can do much better, and knowledge is the key to further development in the industry.

 

Menntavitinn aims to establish more partnerships between schools and businesses in this field, introduce people to the technology and work that is taking place already to day and further more open the eyes of people to the exciting opportunities available in ocean-related activities.

 

If there is any place in the world that involves a lot of possibilities and opportunities, it‘s in the ocean.

 

For further information, please contact the Iceland Ocean Cluster [mailto]sjavarklasinn@sjavarklasinn.is[/mailto]