Frumkvöðlarnir Davíð Freyr Jónsson og Daði Janusson opnuðu nýverið matarvagn við Reykjavíkurhöfn sem nefnist Walk the Plank. Matarvagninn býður upp á krabbaborgara en hráefnið er grjótkrabbi sem þeir veiða í botni Faxaflóa og í Hvalfirði. Félagarnir vinna sjálfir úr hráefnunum og stendur veiðin yfir á sumrin og haustin.

Matarvagnar þekkjast víða erlendis og sáu þeir félagar tækifæri á að koma hráefninu á framfæri og hafa fengið góðar viðtökur fram að þessu.

Davíð Freyr er einn af þeim frumkvöðlum sem fékk aðsetur í Frumkvöðlasetri Húss Sjávarklasans þegar það opnaði í ársbyrjun 2013.