Fundarherbergi til Leigu

Stefnið

Stefnið er okkar fremsta fundarherbergi eins og í skipum en sagt hefur verið að hugmyndir sem þar spretta fram séu fremstar í flokki.
8-10 manna fundarherbergi með skjá og tússtöflu (22fm)

Keisinn

Keisinn er í skipum framlenging á vélarrúminu, ef enginn keis þá virkar vélin ekki.
4-5 manna fundarherbergi (11fm)

Káetan

Káetan það sem sumir kalla mikilvægasta herbergi í bátum, þá sérstaklega ef vont er í sjóinn. Þetta fundarrými er þó á þurru landi og því engin hætta á sjóveiki. 4-5 manna fundarherbergi með skjá og tússtöflu (11fm)

Messinn

Messinn er 4-6 manna setustofa. Þegar Hús Sjávarklasans var opnað ákváðum við að hafa eitt nostalgíu herbergi með sófasetti frá sjötta áratug síðustu aldar og vínyl plötuspilara. Þarna er góð stemning og gott að rifja upp gamla tíma. 

Brúin

Brúin ber nafn með rentu. Stærsta og virðulegasta fundarýmið okkar. Þarna hafa margar hugmyndir sprottið fram og þeim siglt í höfn.
25-28 manna fundarherbergi með skjávarpa og tússtöflu (42fm)

 

Millidekkið

Millidekkið er eins og millidekk í skipum, þar gerast hlutirnir.
8-10 manna fundarherbergi með skjá og tússtöflu (22fm)

Lestin

Lestin er eins og í skipum þar sem verðmætin eru geymd.
8-10 manna fundarherbergi með skjá og virðulegri tússtöflu (22fm)

Skuturinn

Skuturinn var aðstaða skipstjórans og hefðarmanna fyrr á öldum. Þrátt fyrir þessa hefð má hver sem er nú á dögum leigja Skutinn.
4-6 manna fundarherbergi með virðulegri tússtöflu (15fm)

Salurinn

Salurinn er eitt skemmtilegasta rými Sjávarklasans, þar sem flest partýin eru haldin þar. Hann tekur 50 manns í sæti og hentar vel fyrir 50-80 manns.

Bakkaskemman

Fundarherbergið Bakkaskemman, sem áður var hluti af fiskverkun, er nú fjölnota og skemmtilegt rými sem hægt er að bóka fyrir vinnustofur, fundi, veislur eða hvers kyns viðburði.
Í Bakkaskemmunni eru gluggar yfir í Fiskmarkaðinn sem staðsettur er í næsta rými. Gestum gefst kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands.
Fundarherbergið tekur allt að 70 manns í sæti.

Fyrir bókun eða frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is eða hringið í síma 577 6200