Mánudaginn síðasta kynntu níu fyrirtæki starfsemi og framtíðaráætlanir sínar fyrir fullum sal af aðilum í sjávartengdum greinum á fundi í Bláa Lóninu.

Fyrirtækin sem kynntu áætlanir sínar eiga það sameiginlegt að hafa þróað ýmsar vörur eða tækni við vinnslu sem stefnt er að því að auka útflutning á.

Þau fyrirtæki sem kynntu starfsemi sína eru Þörungaverksmiðjan hf., Tara Mar ehf., Akraborg ehf. , Lýsi hf., GENÍS hf., Zymetech ltd. (Ensímtækni ehf.), Green in Blue ehf., Ice-West og Skinnfiskur ehf..

Auk þess kynnti Pétur Pálsson hjá Vísi hf. þróunarverkefnið CODLAND sem er samstarf fyrirtækja í fullvinnslu á þorski með verðmætaaukningu að leiðarljósi. Að kynningum loknum settust gestir saman í hópa til að ræða málefni sem snerta öll fyrirtækin og voru hóparnir beðnir um að svara hvernig aukið samstarf gæti stuðlað að verðmætasköpun í sjávartengdum greinum og hver væru mikilvægustu samstarsverkefni hópsins.

Að fundi loknum var gestum boðið að heimsækja Haustak hf. sem sérhæfir sig í fiskþurrkun á sjávarafurðum til útflutnings.

[nggallery id=3]