Íslendingar efla samstarf um fullvinnslu skelja í Banadaríkjunum
Íslendingar efla samstarf um fullvinnslu skelja í Banadaríkjunum
Íslenski sjávarklasinn heldur fund í Boston þann 7. mars næstkomandi um tækifæri í fullnýtingu á skel. Fundurinn er haldinn í tengslum við stærstu sjávarútvegssýningu Bandaríkjanna, Boston Seafood Expo, sem stendur yfir dagana 6.-8. mars. Að fundinum standa einnig New England Ocean Cluster, Alaska Fisheries Development Foundation, Alaska Seafood Marketing Institute og Gloucesterborg í Massachusettsfylki. „Á þessu svæði er mikil humarveiði en skelinni, sem hægt er að búa mikil verðmæti úr, er oft hent,“ segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. „Systurklasi okkar í Maine mun m.a. reyna að stuðla að auknu samstarfi í fullvinnslu humarskelja og fundurinn er hugsaður í því skyni.“ Þeir sem hafa áhuga á að koma á fundinn geta haft samband við Eyrúnu Huld eyrun@sjavarklasinn.is