Íslenski sjávarklasinn tók þátt í Framadögum sem fóru fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Margt var um manninn og fyrirtæki léku á alls oddi til að lokka til sín nemendur í von um gott sumar- og framtíðarstarfsfólk. Fjölbreytt dagskrá var í boði og voru Marel, Matís, Nýherji, Advania, Icelandic Group, CCP, Íslandsbanki auk annarra flottra fyrirtækja á meðal þátttakenda. Einnig var boðið uppá tónlistaratriði ásamt ýmsum uppákomum fyrirtækja.
Íslenski sjávarklasinn kynnti vefinn Verkefnamidlun.is sem hann heldur úti og er ætlað að efla tengsl á milli fyrirtækja og nemenda. Nemendur voru afar áhugasamir og ánægðir með vefinn og voru sammála um að þarna skapist aukinn aðgangur að fyrirtækjum og góðu vinnuafli og aukin tækifæri sem annars væri erfitt að finna. Fyrirtæki geta skráð verkefni á vefinn og eins geta nemendur skráð sínar upplýsingar og þannig geta þau haft upp á hvert öðru. Áhugasamir geta kynnt sér Verkefnamiðlun og skráningu á www.verkefnamidlun.is.The Iceland Ocean Cluster participated in Career Day yesterday which was held in The University of Reykjavik. This is an annual event, now held for the 20th time, by AIESEC in Iceland for students and companies to meet. About 60 Icelandic companies participated in the day and introduced their operation and work in hope of finding good summer- and future staff. Marel, Nyherji, Advania, Iceland Group, CCP were among the companies. A diverse program was offered to students as well, musical entertainment and various company events.
The Iceland Ocean Cluster was there to introduce Verkefnamidlun, www.verkefnamidlun.is, which aims to strengthen the ties between students and companies. The students were very happy with the site and agreed it will create better access to companies and increase opportunities that would otherwise be difficult to find.