Fjárfestingadagur Íslenska sjávarklasans

Eitt stærsta markmið klasa víða um heim er að tengja fólk og að auka þar með hugmyndasköpun og leiða til nýrra framandi hugmynda. Næsta skref sem er álíka mikilvægt og hugmyndin sjálf er söfnun fjármagns. Þrátt fyrir gott nýsköpunarumhverfi hér á landi er alltaf hægt að gera betur og ætlar Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins að halda fjárfestingadag með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfið.

Fjárfestadagurinn verður haldinn þann 22. febrúar. Þar sem sprotafyrirtæki fá tækifæri til að kynna hugmyndir sínar til hópa fjárfesta. Viðburðurinn fer fram í Húsi Sjávarklasans við Grandagarð 16 og hefst kl 13:00. 

– Skráningu á viðburðinn er lokið

Samstarfsaðilar